top of page

Palomino

Palomino er gullfallegur lítill strandbær um það bil klukkutíma frá Santa Marta. Ég tók local strætó frá stóru rútustöðunni í Santa Marta og borgaði um það bil 8000 COP, sem eru tæplega 300 ISK.

Palomino er vissulega partur af norðurströndinni en þar sem þessi staður var í smá uppáhaldi hjá mér þá fannst mér ég þurfa að taka sér síðu í hann. 

Ég gisti á hostelinu Tiki Hut Hostel og ég myndi klárlega mæla með því!

Í Palomino er mjög mikið chill vibe og eru margir bara að njóta þess að sóla sig þar en hér er svona það helsta sem ég mæli með:

 1. Palomino Dog Shelter
  Palomino dog shelter er hundaathvarf staðsett í sirka 20 mín labbifæri frá miðsvæði Palomino. Sá sem rekur athvarfið býður upp á göngur alla daga kl 15:00 sem hann gerir í sjálfboðavinnu. Maður mætir á svæðið, fær að kynnast hundunum, æfir þá í að setjast með því að gefa þeim nammi og svo velur maður sér hund sem maður labbar með. Þetta er engin venjuleg ganga, heldur fer hann með mann í gegnum skóga, strendur, yfir á og svo endar maður á léttum sundsprett í sjónum við sólsetur. Það er gert ráð fyrir að maður styrki athvarfið í leiðinni og er mælt með um 50.000 COP, sem dugir til þess að gefa einum hund að borða í um 3 vikur. 

   

 2. Tubing 
  Meðfram allri aðalgötunni er hægt að finna staði sem bjóða upp á "Tubing" sem er sigling niður Palomino River á kleinuhring. Mjög skemmtileg upplifun og sightseeing í leiðinni. 

   

 3. Beach Party 
  Á hverju kvöldi er partý beint fyrir neðan aðalgötuna á ströndinni sem byrjar yfirleitt um 23:00 leytið. Mesta stemningin er vissulega á föstudögum og laugardögum en partýið stoppar aldrei í Palomino. 

   

 4. Surf 
  Það er mikið um surf í og nágrenni við Palomino og er endalaust af sölustöðum á ströndinni sem bjóða upp á surf tíma og leigja bretti. 

   

 5. Yoga á Free Soul Hostel
  ​Á hverjum morgni kl 8:00 býður hostelið upp á yoga tíma sem er frábær leið til að losa djammviskubitið úr líkamanum. 

bottom of page